Svíar slegnir vegna dráps á tólf ára stúlku

Svíar slegnir vegna dráps á tólf ára stúlku

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir afbrotafræðingnum Ardavan Khoshnood að fimmtán manneskjur sem standa alfarið utan gengjaátaka hafi týnt lífi á þennan hátt síðastliðinn áratug. Þar á meðal hafa þrjú börn látist. Khoshnood segir að aðgerðir stjórnvalda til þess að draga úr gengjaofbeldi hafi ekki borið tilætlaðan árangur í Svíþjóð, að Malmö undanskilinni.