Svíar slegnir vegna dráps á tólf ára stúlku

Svíar slegnir vegna dráps á tólf ára stúlku

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir afbrotafræðingnum Ardavan Khoshnood að fimmtán manneskjur sem standa alfarið utan gengjaátaka hafi týnt lífi á þennan hátt síðastliðinn áratug. Þar á meðal hafa þrjú börn látist. Khoshnood segir að aðgerðir stjórnvalda til þess að draga úr gengjaofbeldi hafi ekki borið tilætlaðan árangur í Svíþjóð, að Malmö undanskilinni.

Svíþjóð: Stjórnvöld sein að bregðast við árásum

Svíþjóð: Stjórnvöld sein að bregðast við árásum

Annar afbrotafræðingur segir að aðeins í Mexíkó séu sprengjur notaðar í meiri mæli í árásum en í Svíþjóð, þegar horft er til landa þar sem stríð geisa ekki. Og svo eru það skotárásirnar. Ardavan Khoshnood afbrotafræðingur sagði í viðtali við SVT að hvergi annars staðar í Vestur-Evrópu verði fleiri á aldrinum 15-29 ára fyrir skoti.