Verslunareigandi krafinn „verndarfjár“
Ræðir SVT við afbrotafræðinginn Ardavan Khoshnood sem segir mál af þessu tagi erfið. Þau krefjist margra klukkustunda eftirlitsvinnu af hálfu lögreglu ætli hún sér að geta borið kúgarana sökum.
Ræðir SVT við afbrotafræðinginn Ardavan Khoshnood sem segir mál af þessu tagi erfið. Þau krefjist margra klukkustunda eftirlitsvinnu af hálfu lögreglu ætli hún sér að geta borið kúgarana sökum.
Það þarf að fara út fyrir Norðurlönd, út fyrir Evrópu, út fyrir allan hinn vestræna heim og alla leið til Mexíkó til að finna land sem er ekki í stríði þar sem meira er skotið og sprengt en í Svíþjóð. „Svíþjóð sker sig algjörlega úr“ segir afbrotafræðingurinn Ardavan Khoshnood.
Sænska ríkisútvarpið hefur eftir afbrotafræðingnum Ardavan Khoshnood að fimmtán manneskjur sem standa alfarið utan gengjaátaka hafi týnt lífi á þennan hátt síðastliðinn áratug. Þar á meðal hafa þrjú börn látist. Khoshnood segir að aðgerðir stjórnvalda til þess að draga úr gengjaofbeldi hafi ekki borið tilætlaðan árangur í Svíþjóð, að Malmö undanskilinni.
Annar afbrotafræðingur segir að aðeins í Mexíkó séu sprengjur notaðar í meiri mæli í árásum en í Svíþjóð, þegar horft er til landa þar sem stríð geisa ekki. Og svo eru það skotárásirnar. Ardavan Khoshnood afbrotafræðingur sagði í viðtali við SVT að hvergi annars staðar í Vestur-Evrópu verði fleiri á aldrinum 15-29 ára fyrir skoti.